• Ábyrg spilamennska

  Við hjálpum þér að spila ábyrgðarfullt

  Það getur bæði verið gaman og hagkvæmt að spila fjárhættuspil. Maður getur ekki alltaf unnið. Að tapa er hluti af leiknum og maður verður að vera reiðubúin(n) fyrir það. Þess vegna á maður að spila á ábyrgan hátt og ekki hætta fjármunum sem maður hefur ekki efni á að tapa. Maður getur líka þróað með sér spilafíkn sem veldur því að maður týnir áttum. Betsson vill að reynsla þín sé jákvæð jafnvel þó að þú tapir fjármunum. Þess vegna leggjum við hart að okkur til að þú hafir stjórn á spilun þinni.

  Við hjálpum þér að setja takmörkin!

  Við viljum gefa þér tækifæri til að setja þér þín eigin takmörk. Þess vegna erum við í samstarfi við Global Gambling Guidance Group (G4), Í samvinnu við þá útvegum við ykkur verkfærin til að koma í veg fyrir óheilbrigða spilun.

  Taktu próf á þér til að komast að því hvort þú spilir of mikið. Sjálfsgreining Sjálfsgreining (Ferris&Wynne)

  Þarftu að kæla þig niður?

  Ef þú telur þig þurfa á hvíld að halda frá veðmálum getum við komið þér til hjálpar. Taktu fram hversu lengi þú vilt að reikningurinn verði lokaður. Hámarkið er hálft ár. Ef þú telur þig eiga við vanda að stríða getur þjónustudeildin okkar leiðbeint þér hvert þú getur leitað til að fá hjálp.

  Sjálfsútilokun
  Kannski hefurðu spilað of lengi eða ræður ekki við þig og vilt spila meira eftir að þú telur innst inni að það sé komið nóg. Betsson býður þér uppá þann möguleika að blokkera reikinginn þinn frá einum sólahring til hálfs árs. Um leið og þú hefur blokkerað reikninginn er ekki hægt að opna hann fyrr en að því tímabili loknu.

  Hefurðu áhyggjur af börnunum þínum?

  Hefurðu áhyggjur af því að börnin þín hafi aðgang að þessum vef? Ef þú ert fullorðin(n) og deilir tölvu þinni með manneskju sem er undir lögaldri, verðurðu að sjá til þess að aðgangur viðkomandi að notendanöfnum, lykilorðum og bankaupplýsingum sé ekki til staðar. Þú getur einnig notað forrit í þessum tilgangi eins og þessi tvö: NetNanny og Cyber Patrol. Ef þú þarft á frekari hjálp að halda geturðu alltaf sent okkur tölvupóst á responsiblegaming@betsson.com

  18+

  Það er ólöglegt fyrir einstakling sem er undir 18 ára að opna reikning eða veðja á Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að biðja viðskiptavini sína um að sanna aldur sinn og gætu lokað reikningi tímabundið þar til sönnun hefur borist.

  Hefurðu áhyggjur af vinum þínum?

  Hefurðu áhyggjur af því að náinn vinur þinn, vinkona eða ættingi eigi við spilafíkn að stríða? Hafðu þá samband við þjónustudeild okkar sem getur komið viðkomandi á rétta braut.

  Sjálfstæðar stofnanir

  Hér eru upplýsingar um stofnanir sem geta hjálpað þeim sem þjást af spilafíkn, fjölskyldu þeirra og vinum.

  Vefslóð: www.abyrgspilun.is/
  Sími: 800 5200
  SÁÁ - Þjónusta fyrir spilaskjúklinga
  Vefslóð: www.saa.is
  Netfang: saa@saa.is
  Sími: 530 7600
  Heimilisfang: S.Á.Á., Efstaleiti 7, 103 Reykjavík.