• Skilmálar og skilyrði (v.2 DAGSETTUR 22. Mars 2017)

  1. Inngangur
  2. Undirstöðuatriði
  3. Skilgreiningar
  4. Leyfi
  5. Hver má spila
  6. Hvernig þú getur spilað
  7. Almennar reglur fyrir þig
  8. Það sem okkur er heimilt
  9. Reglur um greiðslu
  10. Lokun reikningsins þíns
  11. Óvirkir & ónýttir reikningar
  12. Kaupaukar
  13. Ábyrg spilamennska
  14. Leikir sem misfarast eða hætt er við
  15. Hvernig koma á kvörtun á framfæri
  16. Samskipti við okkur
  17. Samskipti milli spilara
  18. Friðhelgisstefna
  19. Ábyrgð þín gagnvart okkur
  20. Brot, sektir og lokun reiknings
  21. Tilkynningar um peningaþvætti
  22. Hugverkaréttur
  23. Skil milli gildra og ógildra ákvæða
  24. Samningurinn í heild sinni og lögmæti
  25. Framsal
  26. Ógjaldfærni
  27. Gildandi lög, lögsaga og tungumál
  28. VIP klúbbur Betsson – Verðlaunakerfi Betsson
  29. Viðauki

  1. Inngangur

  Velkomin/n til Betsson. Við viljum að þú hafir ánægju af þeim tíma sem þú eyðir hjá okkur. Þar sem þetta er vefsíða þar sem spilað er og fé lagt undir gilda tiltekin lög og reglugerðir um starfsemi okkar. Þessar reglur eru útskýrðar eins greinilega og hægt er í þessum skilmálum og skilyrðum („reglunum”).

  Þakka þér fyrir að gefa þér tíma til að kynna þér reglur Betsson. Með þeim látum við þig vita hvað er leyfilegt og hvað ekki á Betsson, hvernig við notum persónulegar upplýsingar þínar og hvernig við rekum síðuna. Við reyndum að hafa sem minnst af leiðinlegum lagalegum atriðum.

  Ef þú hefur enn einhverjar spurningar eftir að þú hefur lesið reglurnar, þá endilega hafðu samband.

  2. Undirstöðuatriði

  Reglurnar eru bindandi samningur okkar á milli og með því að smella á að þú samþykkir reglurnar þegar þú stofnar reikninginn þinn staðfestir þú að þú hafir lesið og samþykkt reglurnar. Ef þú samþykkir ekki reglurnar ættir þú ekki að skrá þig né halda áfram að nota vefsíðuna. Allt er breytingum háð og við kunnum að breyta þessum reglum hvenær sem er. Þegar við gerum slíkt munum við hafa samband við þig og láta þig vita fyrirfram um nýju reglurnar.

  3. Skilgreiningar

  Þú munt rekast á eftirfarandi hugtök víðs vegar í reglunum:

  „Kaupauki” skal eiga við um öll kynningartilboð sem fela í sér að gefin eru efnisleg verðlaun, þ.m.t. en ekki eingöngu inngöngutilboð, endurtekningarkaupaukar, innlagnarkaupaukar, ókeypis leikir, ókeypis veðmál og áhættulaus veðmál.

  Leikir (“Games”) eru Casino, Live Casino, Póker, Sportsbook, Bingó, skafmiðar og allir aðrir leikir á síðunni okkar (að meðtöldum smátækjum eða hvers konar öðrum verkvangi) og orðið „leikur” (’Game’) getur átt við hvern þeirra sem er. Við getum fjarlægt leiki eða bætt við leikjum á síðunni hvenær sem er.

  Reglur” eru þessir skilmálar og skilyrði og þær reglur sem þú samþykkir þegar þú notar síðuna.

  Síða” www.betsson.com, og að meðtöldum, ef við á, hvers konar útgáfu hennar á farsíma og í farsímaforritum eða sérhvert ananð undirlén „betsson.com”

  Við” BML Group Limited, fyrirtæki sem er skráð á Möltu undir númerinu C34836, rekur síðuna. Skráð skrifstofa þess er til húsa að Betsson Experience Centre, Ta’Xbiex Seafront, Ta’Xbiex, XBX1027, Möltu. BML Group Ltd er hluti af Betsson Group.

  Þú” ert þú sem notar síðuna. „Þitt/þinn/þín” hafa venjulega merkingu sína með tilliti til þín.

  Reikningur þinn” er reikningur þinn sem spilara á vefsíðunni.

  4. Leyfi

  Þar sem við bjóðum fjárhættuspil á netinu ber okkur samkvæmt lögum að upplýsa þig um eftirfarandi:

  Við höfum leyfi á Möltu og sætum þar eftirliti fjárhættuspilayfirvalds Möltu (Malta Gaming Authority, MGA). Þessi vefsíða er rekin með eftirfarandi leyfum frá MGA:

  • MGA/CL1/183/2004 (gefið út 30. mars 2011);
  • MGA/CL1/566/2009 (gefið út 9. janúar 2010);
  • MGA/CL1/587/2009 (gefið út 9. júlí 2009);
  • MGA/CL1/770/2011 (gefið út 19. nóvember 2011);
  • MGA/CL2/183/2004 (gefið út 17. mars 2009);
  • MGA/CL3/183/2004 (gefið út 17. mars 2009);
  • MGA/CL3/803/2012 (gefið út 11. júlí 2012);
  • MGA/CL1/836/2012 (gefið út 8. apríl 2013);
  • MGA/CL1/902/2013 (gefið út 9. júní 2014);
  • MGA/CL1/1034/2014 (gefið út 25. maí 2015);
  • MGA/CL1/1082/2015 (gefið út 14. apríl 2015);
  • MGA/CL1/1175/2016 (gefið út 4. ágúst 2016).
  Leikir frá Evolution eru með leyfi frá fjárhættuspilunareftirlitsnefnd Alderneyar (Alderney Gambling Control Commission, AGCC), skv. Evolution Gaming Malta Limited – leyfi númer 123C2A.

  Leikir frá Scientific Games eru stundaðir með leyfi frá fjárhættuspilunareftirlitinu á Alderney (Alderney Gambling Control Commission, AGCC), skv. Jadestone Networks (Möltu) – Leyfi nr. 136 C2A.

  Leikir frá IGT eru með leyfi frá Alderney Gambling Control Commission (AGCC), undir IGT (Alderney 4) Ltd - Leyfisnúmeri 38 C.

  Leander Games eru með leyfi frá Alderney Gambling Control Commission (AGCC) undir Xterra Games (Alderney) Limited- Leyfisnúmeri 120 C2.

  5. Hver má spila

  Til að spila leikina á síðunni verður að gæta að eftirfarandi:

  • Þú verður að vera 18 ára eða eldri eða nægilega gamall/gömul til að mega löglega stunda fjárhættuspil í því landi þar sem þú spilar;
  • Þú verður að vera raunveruleg manneskja. Þú mátt ekki vera fyrirtæki eða annars konar lögaðili;
  • Þú verður að vera að spila leikina fyrir sjálfa/n þig og ekki sem atvinnumanneskja;
  • Þér verður að vera heimilt samkvæmt lögum að spila leikina á síðunni;
  • Þú mátt ekki vera búsett/ur í Afganistan, Algeríu, Angóla, Ástralía, Austurríki, Barein, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Erítreu, Eistlandi, Eþíópíu, Frakklandi, Georgia, Grikkland, Hong Kong, Indónesíu, Jórdaníu, Jemen, Íran, Írak, Ítalíu, Katar, Kína, Kúbu, Kúveit, Líbýu, Litháen, Malasíu, Máritaníu, Máritíus, Marokkó, Norfolkeyju, Norður-Kóreu, Óman, Pakistan, Portugal. Rúanda, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu, Slóvenía, Sómalíu, Spáni, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi, Tékkland, Túnis, Tyrklandi né í Bandaríkjum Norður-Ameríku eða hjálendum þeirra, herstöðvum og yfirráðasvæðum að meðtöldum en ekki eingöngu Bandaríska Samóa, Gvam, Marshalleyjum, Norður-Maríanaeyjum, Púertó Ríkó og Jómfrúaeyjunum.

  6. Hvernig þú getur spilað

  6.1 Skráning

  6.1.1 Smelltu á „Opna reikning” hnappinn.

  6.1.2 Fylltu út skráningareyðublaðið með réttum upplýsingum að meðtöldu eftirfarandi:

  • Fullu nafni þínu;
  • Núverandi heimilisfangi þínu;
  • Virku tölvupóstfangi þínu;
  • Núverandi heimalandi þínu;
  • Farsímanúmeri þínu;
  • Fæðingardegi þínum;
  • Kyni þinu;
  • Sláðu inn aðgangsorð og staðfestu það og
  • Veldu gjaldmiðilinn sem þú vilt spila með.
  6.1.3 Smelltu á „búa til reikning” hnappinn til að staðfesta að skráningarupplýsingarnar á eyðublaðinu séu réttar og að þú samþykkir reglurnar.

  6.1.4 Þú verður því næst að staðfesta tölvupóstfang þitt með því að smella á tengilinn sem sem sendur er til þín í skráningartölvupóstinum þínum eða með SMS.

  6.1.5 Nú getur þú skráð þig inn með skráðu innskráningarupplýsingum þínum.

  6.2 Greiðsla
  Þegar þú ert tilbúin/n til að spila þarft þú að leggja fjármuni inn á reikninginn þinn. Þú gerir það með því að:

  • Smella á „Leggið inn”á síðunni;
  • Velja kaupauka ef við á og óskað er
  • Velja greiðslumáta;
  • Fylla út upplýsingarnar sem krafist er fyrir þann greiðslumáta;
  • Staðfesta að upplýsingarnar séu réttar með því að smella á „Leggið inn”.
  6.3 Aðrar aðferðir til sannvottunar
  Sem veitendur fjárhættuspilunar er það skýr skylda okkar samkvæmt ýmsum lögum og reglugerðum að tryggja að þú sért sá/sú sem þú segist vera og að þeir fjármunir sem þú notar til greiðslu séu fjármunir þínir og að þeim hafi verið aflað á löglegan hátt. Við kunnum því að gera þriðja aðila leitir að nafni þínu, bera saman persónuupplýsingarnar sem þú hefur látið í té eða við höfum fengið með öðrum hætti við gagnagrunna okkar og gera fyrirspurnir og fara fram á upplýsingar og skjöl sem við þurfum til að sannvotta reikning þinn og fjármunina sem eru notaðir til að spila með þeim reikningi. Ef þú lætur ekki í té upplýsingar sem farið er fram á til að gera okkur kleift að uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt viðkomandi lögum og reglugerðum (eða ef rangar upplýsingar eru gefnar upp) mun það hafa í för með sér að reikningnum þínum verði lokað og/eða tilkynnt verði um þig til viðkomandi eftirlitsstofnun (þ.m.t., án frekari tilkynningar til þín, eftirlitsstofnanir/upplýsingaveitendur á sviði glæpa og alvarlegra glæpa í hverju landsvæði fyrir sig.

  6.4 Spil

  6.4.1 Við bjóðum marga leiki á síðunni. Þú ferð einfaldlega í leikjamiðstöðina og byrjar að spila með því að smella á leik að eigin vali.

  6.4.2 Þú verður alltaf að spila leikina á síðunni í samræmi við þessar reglur og allar reglur sem kunna að gilda sérstaklega um leikina sem eru í boði á síðunni. Ólíkar reglur gilda um ólíka leiki …. (Þegar slíkar reglur eiga við, vinsamlega smellið á tengilinn fyrir hvern leik til að sjá reglurnar sem gilda um þann leik):

  6.5 Afturköllun

  6.5.1 Við leyfum ekki afturköllun veðmála í neinum leikjum nema í undantekningartilfellum. Slík afturköllun fer aðeins fram samkvæmt okkar ákvörðun.

  6.5.2 Við veitum ekki endurgreiðslu nema í undantekningartilfellum. Slíkt gerist aðeins samkvæmt okkar ákvörðun.

  7. Almennar reglur fyrir þig

  7.1 Þú verður að skrá þig og spila á eigin vegum eingöngu og ekki á vegum einhvers annars.

  7.2 Þú verður að gæta þess að halda innskráningarupplýsingum þínum leyndum og ekki sýna þær öðrum. Ef þú sýnir þær öðrum, jafnvel þó það sé fyrir slysni, berð þú ábyrgð á skaða eða misnotkun á reikningi þínum sem kann að hljótast af.

  7.3 Þér ber að uppfæra skráningarupplýsingar þínar jafnóðum.

  7.4 Ef þú kemst að því að upplýsingarnar sem gefnar voru upp við skráningu eru rangar verður þú tafarlaust að láta okkur vita eða breyta upplýsingum þínum.

  7.5 Þú berð ábyrgð á því að afla upplýsinga um það að athafnir þínar á síðunni séu löglegar í því landi þar sem þú spilar.

  7.6 Þú mátt aðeins eiga einn reikning á þessari síðu. Ef þú ert með fleiri en einn reikning verður þú að láta okkur vita tafarlaust.

  7.7 Það má einungis vera einn reikningur fyrir hvert heimili. Ef þú kemst að því að notaðir séu fleiri en einn reikningur á heimili þínu verður þú tafarlaust að láta okkur vita.

  7.8 Þú mátt spila hvaða leik sem er á síðunni svo framarlega að þú eigir nægilegt fé á reikningnum þínum.

  7.9 Þú mátt ekki flytja fé milli reikninga eða fá fé frá öðrum reikningi og/eða framselja, selja eða kaupa reikninga.

  7.10 Þú samþykkir að okkur sé heimilt að athuga að þú sért sá/sú sem þú segist vera. Þú samþykkir að afhenda okkur öll gögn sem við förum fram á til að sannreyna skráningarupplýsingar þínar og greiðsluupplýsingar eins og (eingöngu sem dæmi) afrit af vegabréfi þínu, reikningum fyrir heimilishaldi eða bankareikningsyfirliti.

  7.11 Þér er óheimilt að nýta þér tæknileg mistök eða ágalla þér í hag. Okkur er heimilt að afturkalla og endurheimta alla vinninga sem aflað er á slíkan hátt.

  7.12 Þú mátt ekki eiga þátt í sviksömu athæfi, leynilegu samráði, hagræðingu veðmála eða öðru ólöglegu athæfi í tengslum við notkun þína (eða þriðja aðila) á þessari síðu. Þú mátt ekki beita aðferðum eða tækni þar sem notaður er hugbúnaður eða vélbúnaður til stuðnings í þátttöku þinni í leikjunum á síðunni.

  7.13 Þú samþykkir að við megum einnig deila upplýsingum þínum með öðru fólki eða fyrirtækjum til að sinna starfsemi okkar og til að veita þér aðgang að síðunni.

  7.14 Þú staðfestir að allir fjármunir sem eru lagðir inn á/teknir út af reikningi þínum sem þú notar við fjárhættuspilun fari inn á/komi frá bankareikningi/reikningum, debetkorti/kortum eða eru fluttir með einhverjum öðrum greiðslumáta sem er í boði í heimalandi þínu og tilheyrir þér eingöngu og er í þínu nafni.

  8. Það sem okkur er heimilt

  8.1 Við getum neitað að opna reikning af hvaða ástæðu sem er.

  8.2 Við getum fryst eða lokað reikningi þínum ef brotið er gegn þessum samningi eða grunur leikur á að brotið hafi verið gegn honum eða af annari lögmætri ástæðu. Þegar reikningi þínum er lokað færð þú upphæðina sem er inni á honum greidda að fullu nema ástæða sé til að leggja hald á þá fjármuni.

  8.3 Þó okkur sé ljóst að mistök og innsláttarvillur eigi sér stað er okkur heimilt að loka reikningi þínum og halda eftir fjármunum sem eru inni á honum ef við komumst að því að upplýsingar sem gefnar voru upp við skráningu eru rangar. Ef ekki er unnt að sannreyna einhverjar persónuupplýsingar þínar munum við einnig loka reikningi þínum og halda eftir fé sem þú kannt að hafa unnið.

  8.4 Ef þú reynir að opna annan reikning til viðbótar við fyrsta reikning þinn munum við frysta eða loka reikningnum. Við kunnum einnig að frysta eða loka fyrsta reikningnum þínum. Ef við látum fyrsta reikning þinn standa opinn munu eftirstandandi fjármunir sem þú hefur lagt inn á aðra reikninga fluttir inn á fyrsta reikning þinn. Við munum draga 10% umsýslugjald (lágmark 30 evrur) frá fyrir hvern aukalegan reikning sem er stofnaður. Við kunnum einnig að draga frá frekari gjöld samkvæmt þessum reglum.

  8.5 Ef við komumst að því að skráðir séu fleiri en einn reikningur fyrir heimili þitt munum við hindra aðgang að öllum reikningum fyrir það heimili eða loka þeim.

  8.6 Okkur er heimilt að deila persónuupplýsingum þínum og greiðluupplýsingum með öðru fólki eða fyrirtækjum til að athuga hvort þú sért sá/sú sem þú segist vera og í sannreyningarferlum sem okkur eru nauðsynleg.

  8.7 Við veitum ekki lán nema í mynd kaupauka eða kynninga. Innistæðan á reikningi þínum mun ekki bera vexti. Við leyfum ekki fólki að nota okkur sem fjármálafyrirtæki.

  8.8 Ef þú verður uppvís að því að nota vefsíðuna á einhvern annan hátt en hún er ætluð til í gróðaskyni munum við breyta reikningi þínum til að fjarlægja fjármuni sem áunnust með slíku athæfi og reikningnum kann að verða lokað til frambúðar.

  8.9 Við getum hafnað, stöðvað eða takmarkað hvaða veðmál sem er af hvaða ástæðu sem er.

  8.10 Við munum lýsa veðmál ógilt að hluta til eða í heild sinni (og/eða loka reikningi þínum) ef við teljum að um eitthvað af eftirfarandi sé að ræða:

  • Þú eða fólk þér tengt kann að hafa beint eða óbeint haft áhrif á útkomu atburðar;
  • Þú eða fólk þér tengt kann að hafa aðgang að innherjaupplýsingum sem geta haft áhrif á niðurstöðu atburðar;
  • Þú eða fólk þér tengt ástundar högnun eða hagræðir veðmálum með því að nýta ókeypis leiki og annars konar kaupauka;
  • Þú eða fólk þér tengt hundsar reglurnar beint eða óbeint;
  • Atburður hefur orðið fyrir beinum eða óbeinum áhrifum vegna glæpsamlegs athæfis;
  • Veruleg breyting hefur orðið á vinningslíkum, t.d. vegna opinberrar tilkynningar í tengslum við atburð;
  • Veðmál hafa verið lögð fram, átt sér stað og/eða verið samþykkt sem við hefðum ekki samþykkt, vegna tæknilegra vandkvæða á síðunni á þeim tíma eða vegna mistaka, prentvillu og/eða einhvers sem við höfum ekki stjórn á.
  8.11 Við getum lokað reikningi þínum, afturkallað og/eða endurgreitt vinningsfé þitt sem er að finna undir „veðfé” (“Available to Bet”), eftir að úttektargjald hefur verið dregið frá, haldið eftir vinningsfé og/eða dregið frá því eins og við á (í tengslum við skaða sem þú hefur valið) án skuldbindingar til þess að gefa ástæðu eða fyrirvara. Ef við gerum slíkt munum við uppfylla allar gildar skuldbindingar samkvæmt samningnum sem kunna að eiga við þegar reikningnum er lokað.

  8.12 Ef okkur grunar að þú eigir þátt í ólöglegu eða sviksömu athæfi í tengslum við notkun þína á síðunni (eða notkun þriðju aðila á síðunni) eða að þú eigir í vanda gagnvart lánardrottnum eða ástundir einhverja aðra hegðun sem er skaðleg síðunni getum við fryst eða lokað reikningi þínum og/eða afturkallað veðmál.

  8.13 Öll viðskipti munu sæta eftirliti og/eða endurskoðun til að koma í veg fyrir peningaþvætti.

  9. Reglur um greiðslu

  9.1 Innlagnir
  Greiðslumáta er að finna bæði undir „Minn reikningur” og „Leggið inn” á síðunni. Þeir greiðslumátar sem standa þér til boða kunna að breytast. Sumir greiðslumátar eru hugsanlega ekki í boði í öllum löndum.

  Þegar greiðslumáti er valinn samþykkir þú skilmála þess greiðslumáta og þau gjöld sem honum fylgja og staðfestir að greiðslumátinn sé gildur og að greiðslureikningurinn eða greiðslukortið tilheyri þér og að þér sé heimilt að nota greiðslumátann.

  Óheimilt er að leggja inn fjármuni sem aflað hefur verið á ólöglegan hátt.

  Við tökum við greiðslu í evrum (EUR), sænskum krónum (SEK), norskum krónum (NOK), dönskum krónum (DKK), Bandaríkjadölum (USD), sterlingspundum (GBP), tékkneskum krónum (CSK), pólskum slotum (PLN) eða hverjum öðrum gjaldmiðli sem boðinn er í gjaldmiðlavalmyndinni hverju sinni. Þú verður að velja einn gjaldmiðil sem gjaldmiðilinn í reikningnum þínum. Greiðslur sem berast í öðrum gjaldmiðli en þeim sem þú velur eru umreiknaðar í gjaldmiðilinn sem þú notar í reikningnum þínum á gengi sem við ákveðum. Einnig ber þér að greiða kostnað í tengslum við slíkan umreikning.

  Þegar greiðsla fer fram með greiðslukorti kunnum við að fara fram á vottað afrit af greiðslukortinu (fram- og bakhlið). Vinsamlegast gættu þess að eingöngu fyrstu 6 tölustafir og síðustu 4 tölustafir kortsins séu sýnilegir og einnig að CVV/CVV2 númerið á bakhlið kortsins sjáist ekki.

  Við tökum ekki við reiðufé milliliðalaust eða reiðufé sem afhent er hvers konar greiðsluþjónustuveitanda.

  9.2 Greiðsla vinninga
  Þegar útkoma leikjar sem þú tekur þátt í er ákvörðuð eða þegar við staðfestum niðurstöðu tiltekins atburðar mun vinningsfé sem þér kann að hafa áskotnast lagt inn á reikning þinn þér til ráðstöfunar.

  Ef við af einhverjum ástæðum leggjum vinningsfé sem ekki tilheyrir þér inn á reikning þinn fyrir mistök verður það dregið aftur af reikningi þínum. Ef þú hefur tekið slíkt vinningsfé út af reikningi þínum áður en okkur verður ljóst að slík mistök hafi átt sér stað ber þér að tilkynna okkur það tafarlaust og endurgreiða það. Ef þú lætur það ógert munum við leita allra lagalegra leiða sem okkur standa til boða til að endurheimta þessa skuld.

  9.3 Úttektir
  Þér er heimilt að taka út upphæð sem nemur allt að þeirri upphæð sem þú átt í „veðfénu” (“Available to Bet”) á reikningnum þínum með því að gefa gilda tilkynningu um úttekt. Tilkynningar um úttektir skulu eingöngu gefnar á síðunni.

  Ef þú vilt taka út alla fjármuni þína verður þú fyrst að afturkalla öll óleyst veðmál.

  Þú samþykkir að fjármunina í reikningi þínum megi eingöngu nota til að spila leikina sem er að finna á síðunni. Ef þú ferð fram á úttekt án þess að velta upphæð sem er jafnhá eða hærri en upphæðin sem lögð var inn kunnum við að krefjast þess að þú greiðir gjald fyrir þá úttekt. Við getum hafnað beiðni um úttekt ef okkur grunar að verið sé að taka út fjármuni í sviksömum tilgangi eða til að þvo peninga.

  Áður en við samþykkjum úttekt getum við farið fram á að þú látir í té gild persónukenni, t.d. vottuð afrit af vegabréfum, persónuskilríkjum eða öðrum gögnum sem við teljum að þörf sé á í þeim kringumstæðum sem um ræðir. Við kunnum einnig að sannreyna rétt símanúmer, rétt andlit eða annað sem nauðsynlegt er til að tryggja að þú sért sá/sú sem þú segist vera.

  Ef þú tekur út upphæð sem er samtals hærri en 2.000 evrur (eða jafngildi þeirra í þeim gjaldmiðli sem þú notar í reikningnum þínum) munum við framkvæma aukaleg sannreyningarferli. Við kunnum einnig að framkvæma þessi sannreyningarferli jafnvel þegar um er að ræða lægri úttektir. Þegar úttekt fer fram með greiðslukorti kunnum við að fara fram á vottað afrit af því greiðslukorti (fram- og bakhlið). Vinsamlegast gættu þess að eingöngu fyrstu 6 tölustafir og síðustu 4 tölustafir kortsins séu sýnilegir og einnig að CVV/CVV2 númerið á bakhlið kortsins sjáist ekki.

  Þú hefur eingöngu heimild til að taka út hámarksupphæðina 50.000 evrur (eða jafngildi þeirra í þeim gjaldmiðli sem þú notar í reikningnum þínum) á hverjum sólarhring nema við samþykkjum hærri upphæð.
  Allar úttektir verða að fara fram með sömu greiðsluaðferð sem þú valdir þegar þú lagðir inn, nema við ákveðum annað eða það er ekki mögulegt. Ef þú leggur inn með ólíkum greiðsluaðferðum áskiljum við okkur rétt til að skipta úttektum þínum milli slíkra greiðsluaðferða og afgreiða hvern hluta í viðkomandi greiðsluaðferð að okkar ákvörðun og í samræmi við aðferðir og reglugerðir gegn peningaþvætti.

  Við kunnum að fara fram á að þú hagir úttekt þinni á annan hátt eða afturkallir hana eða að hún fari fram með öðrum hætti í samræmi við aðferðir og reglugerðir gegn peningaþvætti.

  Afturköllun úttektar (óháð því hvort þú eða við framkvæmum hana) hefur ekki í för með sér að þú eigir rétt á skaðabótum ef þú ákveður að spila með fjármunina í reikningnum þínum áður en úttektin hefur farið fram.

  9.4 Afturköllun greiðslu
  Ef aðilinn sem lætur í té greiðsluaðferðina fer fram á afturköllun greiðslu með korti eða innlagningaraðferð sem þú hefur notað kunnum við að gera eftirfarandi ráðstafanir:

  • Frysta reikning þinn;
  • Grípa til ráða sem okkur standa til boða samkvæmt lögum;
  • Tilkynning um afturköllun greiðslu kann að vera gefin út og hún send til þín með því að nota skráningarupplýsingar þínar;
  • Við munum nota sömu greiðsluaðferð og þú valdir til að leggja inn fjármuni til að framkvæma afturköllunina;
  Ef við getum ekki staðfest að þú sért sá/sú sem þú segist vera og staðfest greiðsluaðferðina sem er notuð til að taka út af reikningnum sem um ræðir munum við senda tvo tölvupósta til áminningar og krefjast greiðslu umsýslugjalds fyrir þau að upphæð fimmtíu (50) evrum fyrir hvorn póst og draga það af fjármunum á reikningi þínum sem tengjast ekki afturkölluninni.
  Innistæðan á reikningnum þínum kann að verða neikvæð þegar greiðslur eru afturkallaðar.

  10. Lokun reikningsins þíns

  10.1 Þú getur lokað reikningnum þínum hvenær sem er með því að hafa beint samband við aðstoðarfulltrúa á support-en@betsson.com.

  10.2 Þegar þú lokar reikningnum:

  • Verður þú fyrst að afturkalla óleyst veðmál sem þú hefur gert;
  • Hafa samband við aðstoðarfulltrúa og fara sérstaklega fram á að reikningi þínum verði lokað;
  • Við munum flytja alla fjármuni af reikningi þínum (að frádregnu því úttektargjaldi sem við á).
  10.3 Ef þú vilt endurheimta fjármuni úr lokðum eða frystum reikningum eða reikningum sem hafa verið fjarlægðir verður þú að hafa samband við aðstoðarfulltrúa.

  10.4 Ef þú ert að loka reikningi þínum vegna þess að þú glímir við spilafíkn þá vinsamlega lestu reglur okkar um ábyrga spilamennsku.

  11. Óvirkir & ónýttir reikningar

  11.1 Ónýttur reikningur er reikningur sem innistæða er á og hefur ekki verið notaður í 12 mánuði samfleytt.

  11.2 Óvirkur reikningur er reikningur sem innistæða er á og hefur ekki verið notaður í 30 mánuði samfleytt.

  11.3 Þegar reikningur þinn telst ónýttur munum við hafa samband við þig með tölvupósti og tilkynna þér að við munum krefjast mánaðarlegrar greiðslu 5.00 evra umsýslugjalds nema þú skráir þig inn á reikninginn þinn.

  11.4 Ef þú skráir þig inn eftir að við hefjum að innheimta greiðslu umsýslugjalds fyrir reikninginn þinn en áður en reikningur þinn telst óvirkur munum við ekki lengur krefjast greiðslu umsýslugjaldsins fyrir reikninginn þinn. Þú getur einnig farið fram á fulla endurgreiðslu umsýslugjalds sem innheimt var fram að þeim tíma með því að hafa samband við aðstoðarfulltrúa. Tímabilið sem þarf að líða þar til reikningurinn telst ónýttur að nýju byrjar upp á nýtt frá þeim degi sem þú skráðir þig síðast inn.

  11.5 Ef reikningurinn þinn verður óvirkur og við getum ekki náð sambandi við þig munum við ef þörf krefur og í samræmi við gildandi lög (háð því hvar þú ert búsett/ur) flytja innistæðuna sem er eftir á reikningnum þínum til viðkomandi eftirlitsstofnunar.

  12. Kaupaukar

  12.1 Sérhver bónus er einungis í boði í eitt sinn fyrir hvern einstakling, fjölskyldu, heimili, heimilisfang, netfang, kreditkortanúmer, bankareikning, símanúmer, tölvu/búnað, og / eða IP tölu.

  12.2 Kaupaukar til að bjóða spilara velkomna standa aðeins til boða nýjum viðskiptavinum sem opna reikning á síðunni og hafa aldrei áður verið með reikning á síðunni, aldrei áður fengið nokkurs konar tilboð til að bjóða þá velkomna og sem er boðið að taka þátt í tilboði til að bjóða þá velkomna með þeim hætti að þeim er boðið það sérstaklega þegar þeir skrá sig á síðunni.

  12.3 Suma bónusa þarft þú að virkja handvirkt á Reikningnum Þínum. Nema annað sé tekið fram þá getur þú gert þetta eftir að þú hefur skráð þig inn á Reikninginn Þinn og lagt inn þá fjárhæð sem krafist er að til að fá aðgang að Bónusinum. Slíka Bónusa er eingöngu hægt að virkja þegar raunverulegir peningar eru til staðar a Reikningnum Þínum. Notir þú einhverja peninga sem búið er að leggja inn, til að spila með áður en þú vilt taka Bónusinn út, þá er ekki hægt að nota peningafjárhæðir sem hafa tapast, í þeim tilgangi að virkja Bónusinn.

  12.4 Þegar þú sækir Bónus, þá halda allir raunpeningar þínir, bónusinn og allir vinningar sem myndast þaðan, áfram að vera Bónus peningar og er ekki heimilt að taka þá út eða leggja þá undir í veðmáli í öðrum afurðum þangað til veðmálsskilyrðum hefur verið fullnægt.

  12.5 Öllum Bónusum fylgja skilyrði varðandi veðmál sem þarf að fullnægja innan tiltekins tímafrests áður en hægt er að taka út hugsanlega vinninga og/eða bónusa. Vanræksla á því að uppfylla skilyrði um veðmál og/eða missir á virkum Bónusi af hvaða ástæðu sem vera má, kann að hafa í för með sér að þú fyrirgerir öllum vinningum sem fengnir hafa verið á grundvelli raunpeninga Þinna, og einnig að þú fyrirgerir Bónusinum þínum og Bónus vinningum þínum sem fengist hafa yfir allt veðmálsferli Bónusins. Sérhver sú tilraun sem gerð er til að taka út fjármuni áður en skilyrðum um veðmál hefur verið algerlega fullnægt kann að leiða til þess að þú fyrirgerir Bónusinum og þeim vinningum sem kunna að hafa fengist (þar á meðal vinningum sem áttu uppruna sinn í raunpeningum þínum sem notaðir voru til að fá Bónusinn).

  12.6 Hvers konar vísbendingar eða rökstuddur grunur um að ákveðin veðmál á leik (þ.e. veðjað í mismunandi hlutföllum á mismunandi niðurstöður samkvæmt sömu spilahendi til að skapa „möguleika“) án áhættu verður ekki talið fullnægja neinum skilyrðum um veðmál. Dæmi um veðmál án áhættu eru meðal annars þegar veðjað er á rautt og svart samtímis í Rúllettu, og veðjað er á spilara og banka samtímis í Baccarat. Komist upp um að þú hafir lagt á ráðin með öðrum spilurum þá munu veðmálin þín verða ógilt, reikningi lokað og öllum innborgunum sem þú hefur innt af hendi kann að vera fyrirgert.

  12.7 Í tilvikum þar sem kaupauki getur (til dæmis með því að bæta líkurnar) tryggt þér gróða eða aukið líkur á gróða óháð útkomunni og ef við höfum sönnunargögn eða rökstuddan grun um að þú hafir verið með eitt eða fleiri veðmál í gangi (einn eða í hópi spilara) á einhverri vefsíðanna sem tilheyrir Betsson Group með slíkum kaupauka er okkur heimilt að afturkalla kaupaukann og alla vinninga sem þú hefur fengið í veðmálum með því að nota kaupaukann og við kunnum einnig að loka reikningi þínum og gera alla fjármuni sem eftir eru á reikningi þínum upptæka algjörlega að okkar eigin ákvörðun.

  12.8 ógildir þú Bónusinn munt þú missa Bónusinn og alla vinninga sem upprunnir eru frá bónusinum.

  12.9 Við eigum rétt á að neita hvaða spilara sem er um Bónus, eða okkur er heimilt að breyta Bónus (þar með talið með ógildingu), teljum við að:

  • Bónusinn hafi verið misnotaður (skilgreining okkar á misnotkun felur í sér, en takmarkast ekki við spilara sem færir sér í nyt kynningartilboð, eitt eða fleiri, án þess nokkurn tíma hætta eigin fé);
  • tæknileg vandamál hafi komið upp í tengslum við Bónusinn;
  • Bónusinn er ekki hægt að útfæra eins og ráð var fyrir gert, af hvaða ástæðu sem vera kann.
  12.10 Við bjóðum kynningar í góðri trú til spilara sem nota þjónustu okkar í afþreyingarskyni. Við áskiljum okkur rétt til að ógilda eða fjarlægja aðgang spilara að þessum leikjum komi upp grunur um misnotkun á þessu tilboði, og einnig, ef við teljum nauðsyn bera til, að loka reikningi brotlega aðilans og tekur sú lokun gildi umsvifalaust. Þegar reikningi brotamanns er lokað er okkur ekki skylt að endurgreiða hugsanlegt tap sem spilari hefur orðið fyrir vegna þátttöku í leikjum, né er okkur skylt að endurgreiða innistæðu á reikningi spilarans. „Misnotkun“ felur í sér, en takmarkast ekki við, notkun hugbúnaðar og/eða opnun fleiri en eins reiknings í því skyni að afla sér óréttmæts yfirburðar varðandi kaupauka. Í öllum tilvikum þar sem um er að ræða misnotkun þá áskiljum við okkur rétt til þess að gera upptæka alla vinninga og allar reikningsinnstæður sem eru eftir á reikningi þínum.

  12.11 Allir Bónusar eru ætlaðir frístundanotendum og/eða sem þakklætisvottur handa viðskiptavinum okkar og þess vegna áskiljum við okkur rétt til að takmarka þátttökuhæfi í öllum eða hluta af Bónusum.

  12.12 Hámarksúttektarfjárhæð sem heimiluð er vegna vinninga sem áunnist hafa í Bónus eða úr aukasnúningum áður en nokkur innborgun hefur átt sér stað er 100 Evrur eða samsvarandi fjárhæð í gjaldmiðli reikningsins hjá þér.

  12.13 Sé ekki annað tilgreint á hinum tilteknu síðum, þá eru allir Bónusar í Casino með takmörkun á hámarksveðmálsfjárhæð sem er 6 Evrur á hverja umferð, eða 0,50c veðmálsupphæð á línu (eða samsvarandi fjárhæð í öðrum gjaldmiðli) og vanræksla á því að halda sig við þessar reglur um hámarksveðmál kunna að leiða til lokun reiknings og að Bónus og þeim vinningum sem fengist hafa meðan á veðjað var með Bónusinn sé fyrirgert. Að því er varðar samsvarandi fjárhæðir í öðrum gjaldmiðlum þá skulu eftirfarandi umreikningsgengi gilda nema kveðið sé sérstaklega á um annað í skilmálum um Bónus;

  • SEK: €1 = 10kr
  • NOK: €1 = 10kr
  • GBP: €1 = £1
  • USD: €1 = £1
  • CZK: €1 = 25Kč
  • PLN: €1 = 4.50zł
  12.14 Frávik eða misfellur í spilamennsku
  Hvenær sem er kunnum við að taka þá ákvörðun að fara yfir allar skrár og leikskýrslur - leikhreyfingar / eða að fylgjast með notkun þinni á Bónus eða Bónusum. Leiki grunur á misfellum í spilamennsku, áskiljum við okkur rétt til að telja þig vanhæfa-n til að fá kynningu gegnum ókeypis snúninga/ eða til að halda eftir öllum innborgunum og / eða vinningum og / eða loka Reikningi Þínum. Misfellur í spilamennsku teljast vera misnotkun á bónus, og er slíkt ekki leyft á Síðunni. Misfellur í spilamennsku kunna að teljast (en takmarkast ekki við) mismunandi lágar samsetningar á líkindum, jöfn veðmál , veðmál með núll áhættu eða varin veðmál. Þetta teljast misfellur í spilamennsku þegar slík spilamennska er gerð af ásetningi til að færa sér í nyt bónusa, auk þessa eru eftirfarandi tegundir spilamennsku álitnar misfellur í spilamennsku:

  • að auka innstæðuna og síðan breyta spilamynstri þínu verulega (veðfé, tegund leiks, skipulag veðmáls eða annað mynstur veðmáls) að fullnægja veðmálsskilyrðum fyrir hvaða Bónus sem er;
  • nota einhvers konar veðmálskerfi eða leggja jafna fjárhæð í veðmál undir í hvers konar spili sem háð eru tilviljun; og / eða
  • nota „tvöföldun“ eða valkosti um áhættuspilamennsku í viðkomandi spili til að auka virði vinninga.
  • auka inneign eftir að hafa lagt fram hátt veðfé og þvínæst að halda áfram að leggja fram veðfé á minna en helming virðis þess veðfjár sem áður var lagt fram, til þess að fullnægja skilyrðum um bónusveðmál;
  • veðja á leiki sem fela ekki í sér framlag varðandi skilyrði um veðmál, eða leiki sem eru með 0% veðmálsvirði sem tengist þeim eins og tilgreint er í skilmálunum sem eru á lendingarsíðu fyrir sérstakan bónus;
  • veðjaðu á bónusleiki til að byggja upp verðmæti, losaðu þig við bónusinn og cashaðu síðan out á uppbyggðu verðmæti með annarri innborgun.

  13. Ábyrg spilamennska

  13.1 Fjárhættuspil geta verið ávanabindandi. Ef þú þarft á hjálp að halda til að venja þig af slíkum ávana, vinsamlega notaðu þetta tengi sem sendir þig á síðuna sem fjallar um ábyrga spilamennsku á vefsíðunni okkar. Vinsamlegast gættu þess að spila alltaf af ábyrgð.

  13.2 Takmörk
  Þú getur kveðið á um takmörk varðandi reikninginn þinn. Þessi takmörk eru:

  13.2.1 Hámark hreinna innlagna
  Þú getur ákveðið að takmarka hámarkstap þitt. Með þessarri takmörkun er sjálfkrafa komið í veg fyrir frekari innlagnir ef farið er yfir það hámark hreinna innlagna (innlagnir-úttektir) sem kveðið er á um innan þess tímaramma sem valinn er.

  13.2.2. Hámarks spilatími
  Þú getur valið að takmarka þann tíma sem þú verð í að njóta leikjanna á síðunni okkar. Gluggi birtist til að minna þig á hámarkstímann sem þú ákvaðst að veita þér og býður þér að skrá þig út úr reikningnum þínum eða halda áfram að spila. Vinsamlega hafðu samband við aðstoðarfulltrúa okkar til að stilla þetta hámark.

  Ef þú skiptir um skoðun er hægt að breyta þessum takmörkunum með því að láta okkur vita með tölvupósti. Aukning eða afturköllun takmörkunar tekur ekki gildi fyrr en eftir sjö (7) daga. Ef takmörkun er minnkuð tekur sú breyting hins vegar gildi tafarlaust.

  13.3 Áminning
  Ef þú ert búsett/ur utan Bretlands eingöngu mun gluggi birtast þegar þú ert að spila spilavítisleikina á vefsíðunni og stöðva leikinn tímabundið til að minna þig á að þú hafir spilað í eina klukkustund. Þetta mun gerast á klukkustundar fresti. Á glugganum sem birtist er áminning um hversu miklu þú hefur tapað og hversu mikið þú hefur unnið. Þú getur svo valið um að halda áfram að spila eða skrá þig út.

  Þessi gluggi kann að birtast eftir lengri tíma en eina klukkustund samkvæmt áætluninni um sjálfvirka áminningu ef ekki er boðið upp á tímabundna stöðvun í leiknum þínum. Glugginn mun birtast um leið og leikurinn endar þegar þú ert kominn aftur í miðstöðina. Við getum ekki alltaf boðið hámarks spilatíma eða áminningu á þeim tíma sem lofað er. Ef þú til dæmis spilar sjálfvirka leiki, leiki í rauntíma eða leiki sem eru ekki hýstir á síðunni okkar getum við ekki boðið tilkynningar um hámarksspilatíma eða áminningu fyrr en leiknum er lokið eða þú ferð aftur í miðstöðina.

  Þú getur slökkt á áminningunni hvenær sem er með því að velja að fá hana ekki í glugganum sem birtist. Ef þú vilt virkja hana aftur þá vinsamlega hafðu samband við aðstoðarfulltrúa eða farðu í flipann „minn reikningur” (‘My Account’).

  13.4 Sjálfsútilokun og hvíldartími

  13.4.1 Þú getur valið að útiloka þig með öllu frá því að spila leikina á vefsíðunni okkar. Til að gera það þarft þú að skrá þig inn og fara á sjálfsútilokunar síðuna. Ef þú ert búsett/ur utan Bretlands tilgreinir þú þann tíma sem þú vilt útiloka þig og reikningur þinn verður sjálfkrafa virkjaður á ný. Ef þú ert búsett/ur í Bretlandi mun sjálfsútilokunin gilda í að lágmarki 6 mánuði og þú verður svo að hafa samband við aðstoðarfulltrúa til að láta virkja reikninginn þinn aftur.

  13.4.2 Þú munt ekki geta opnað reikning á síðunni ef þú kýst að loka sjálfa/n þig úti. Þú munt einnig glata öllum skráningum í hvers konar keppni eða útdrætti sem voru gerðar áður en slík sjálfsútilokun fór fram og einnig glata öllum verðlaunum sem eru ekki fjármunir og öllum tilboðum sem þú fékkst eða stóðu þér til boða en þú hefur enn ekki leyst út eða nýtt (t.d. þegar miðar á atburð hafa verið boðnir en atburðurinn á að fara fram á þeim tíma sem þú hefur lokað þig úti fellur tilboðið sjálfkrafa niður þegar þú lokar þig úti). Þetta er til að koma í veg fyrir að fjárhættuspilun standi þér til boða í ákveðinn tíma sem þú hefur sett þér til að vega og meta hegðun þína við fjárhættuspilun.

  13.5 Annað
  Ef við teljum að fjárhættuspil muni valda þér fjárhagslegum eða persónulegum vandræðum getum við lokað reikningnum þínum. Þú mátt ekki opna nýjan reikning. Ef þú gerir það engu að síður er það á þína eigin ábyrgð og við erum ekki skaðabótaskyld.

  14. Leikir sem misfarast eða hætt er við

  Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir tæknileg mistök en það er ekki alltaf mögulegt. Því þurfum við að upplýsa þig um eftirfarandi:

  14.1 Við, birgjar okkar, og / eða leyfisveitendur erum ekki ábyrgir fyrir niðritíma, truflunum á netþjóni, töfum, eða hvers konar tæknilegri eða stjórnmálalegri röskun á leikjanotkun. Endurgreiðslu er einungis hægt að veita á grundvelli eigin ákvörðunar stjórnar;

  14.2 Við, birgjar okkar, og / eða leyfisveitendur tökum ekki á okkur ábyrgð af neinu tagi vegna skaðabóta eða taps sem talið er, eða ætlað er að stafi vegna, eða í tengslum við síðuna eða efni hennar, þar með talið og án þess að takamarkast við:

  • Tafir eða truflanir á starfsemi eða sendingu;
  • Tap eða skemmdir á gögnum;
  • Bilanir við samskipti eða tengingar;
  • Hvers konar misnotkun á síðunni eða innihaldi hennar;
  • Mistök eða vöntun á upplýsingum í innihaldi;
  14.3 Ef spilavítiskerfi bilar eru öll veðmál ógild;

  14.4 Ef leikur þinn misferst vegna bilunar í kerfinu munum við endurgreiða upphæðina sem þú lagðir undir í leiknum þínum með því að leggja hana inn á reikninginn þinn eða, ef reikningurinn þinn er ekki lengur til, með beingreiðslu til þín með viðurkenndum hætti. Ef þér hefur áskotnast fjármuni þegar leikurinn misferst mun andvirði þeirra greitt inn á reikninginn þinn eða með beingreiðslu til þín með viðurkenndum hætti ef reikningurinn þinn er ekki lengur til;

  14.5 Við munum gera allar raunhæfar ráðstafanir til að tryggja að tölvukerfið okkar geri þér kleift að spila leik. Ef truflun verður á spilun leiksins eftir að þú hefur lagt undir vegna bilunar í fjarskiptakerfinu eða í tölvukerfinu þínu mun leikurinn halda áfram eins og hann var rétt áður en truflunin átti sér stað. Ef ekki er mögulegt að hefja leikinn aftur með þessum hætti munum við hins vegar:

  • Tryggja að leiknum sé lokið;
  • Endurgreiða þér upphæðina sem lögð var undir með því að leggja hana inn á reikninginn þinn.

  15. Hvernig koma á kvörtun á framfæri

  15.1 Okkar markmið er að veita þér þá allra bestu reynslu sem viðskiptavinur getur fengið í þessum geira og því vonum við að þú hafir enga ástæðu til að kvarta. Ef sú er engu að síður raunin getur þú gert það með eftirfarandi hætti.

  15.2 Svo okkur sé unnt að afgreiða kvörtun þína á skjótan hátt verður henni að fylgja skýrar persónuupplýsingar þínar og einnig allar upplýsingar um tilefni kröfunnar. Við munum gera okkar ítrasta til að leysa vanda sem tilkynnt er um og ná samkomulagi sem sátt er um.

  15.3 Ef þú hefur einhverjar kröfur varðandi hvers konar færslu verður að leggja þær fram innan sex mánaða áður en færslan, greiðsla og/eða samkomlagið átti sér stað/hefði átt að eiga sér stað, annars tökum við kröfuna ekki til greina. Þegar krafa hefur verið móttekin munum við taka til athugunar fyrirspurn eða véfengingu varðandi færslur og tilkynna þér niðurstöðuna. Okkar niðurstaða í slíkum málum er endanleg, þú verður einfaldlega að sætta þig við það sem við ákveðum.

  15.4 Ef þér mislíkar af einhverri ástæðu hvernig við bregðumst við kvörtun þinni og ef þú ert ekki búsett/ur í Bretlandi getur þú haft samband við MGA í:

  16. Samskipti við okkur

  16.1 Þegar þú hefur samband við okkur skalt þú ekki tjá þig með:

  • Kynferðislega hömlulausu orðfæri eða talsmáta sem á annan hátt getur grófleg misboðið viðmælandanum;
  • Fúkyrðum og/eða hatursfullu tali;
  • Svívirðingum, ærumeiðingum eða hafa í frammi yfirgang eða hótanir gagnvart aðstoðarfulltrúum okkar eða tala þannig við þá að líklegt sé til að valda þeim særindum eða óþægindum.
  16.2 Við hljóðritum eða varðveitum afrit af öllum samskiptum sem þú átt við aðstoðarfulltrúa okkar.

  17. Samskipti milli spilara

  17.1 Við getum útvegað þér spjallrás svo þú getir talað við aðra spilara. Þegar spilarar hafa sambandi við hvern annan, skulu tjáskipti þeirra í millum eða það sem þeir senda hver öðrum ekki innihalda:

  • Kynferðislega hömlulaust efni eða efni sem getur gróflega misboðið öðrum;
  • Fúkyrði og/eða hatursfullan málflutning;
  • Efni sem hvetur til eða stuðlar að andfélagslegri hegðun;
  • Efni sem hvetur til eða stuðlar að hvers konar ólöglegu athæfi;
  • Yfirgang, hótanir eða málflutning sem veldur öðrum spilurum særindum eða óþægindum;
  • Tilraunir til að hafa áhrif á hegðun annars spilara með hótunum eða svívirðingum;
  • Truflanir á eðlilegu flæði tjáskipta, fullyrðingar sem fela í sér svívirðingar, ærumeiðingar, hrellingar eða móðganir gagnvart notendum síðunnar;
  • Efni sem auglýsir, kynnir eða á annan hátt tengist öðrum aðilum á netinu, þ.m.t. málþing;
  • Efni sem fjallar um síðuna eða einhverja aðra vefsíðu eða –síður á netinu sem tengjast síðunni og felur í sér ósannar og/eða meiðandi upplýsingar og/eða upplýsingar sem eru skaðlegar síðunni;
  17.2 Spilarar mega ekki hafa samráð á nokkun hátt á spjallrásunum.

  17.3 Grunsamlegt spjall verður tilkynnt til MGA. Sýndu aðgát varðandi það sem þú setur á netið.

  17.4 Við förum yfir allt spjall og varðveitum kladda og skrá yfir allar yfirlýsingar. Þú ættir eingöngu að nota spjallrásina þér til afþreyingar og til félagslegra samskipta.

  17.5 Ef þú brýtur gegn einhverjum ákvæðanna er varða spjallrásina getum við fjarlægt hana eða lokað reikningi þínum tafarlaust. Ef við gerum það munum við endurgreiða þér þá fjármuni sem þú kannt að eiga í reikningnum þínum umfram þá upphæð sem þú kannt að skulda okkur.

  17.6 Við berum ekki ábyrgð á skaða sem kann að hljótast af slíku atferli á spjallrás. Þú samþykkir að þú munir bæta okkur skaða sem kann að verða vegna ólöglegs, ólögmæts eða óviðeigandi hegðun þinni eða sem verður vegna brota gegn þessum spjallreglum.

  18. Friðhelgisstefna

  Þú getur lesið yfirlýsingu okkar varðandi friðhelgi hér. Þér ber að athuga að með því að samþykkja þessar reglur telst þú samþykkja að fullu skilmála okkar varðandi friðhelgi. Því biðjum við þig um að lesa yfirlýsinguna varðandi friðhelgi vandlega.

  19. Ábyrgð þín gagnvart okkur

  19.1 Þú ferð inn á síðuna og spilar leikina á eigin ábyrgð. Síðan og leikirnir eru boðnir „as is”, þ.e. þér býðst að nota þá í þeirri mynd sem þeir eru núna með öllum þeim ágöllum sem kunna að vera til staðar. Einu loforðin af okkar hálfu varðandi síðuna eru þau sem lýst er í þessum reglum. Við ábyrgjumst ekki (þ.e. lofum ekki á lögbindandi hátt) að:

  • Hugbúnaðurinn eða síðan sé hæf til tilætlaðrar notkunar og laus við ágalla;
  • Síðan og/eða leikirnir verði aðgengilegir án truflana;
  19.2 Við berum ekki lagalega ábyrgð á nokkru, að meðtöldu tapi, kostnaði, útlögðu fé eða skemmdum, hvort sem slíkt á sér stað á beinan eða óbeinan eða sértækan hátt, sem afleiðing eða fyrir slysni eða kemur fyrir á annan hátt í tengslum við notkun þína á síðunni eða spilun þína í leikjunum.

  19.3 Þú heitir okkur hér með fullu skaðleysi (þ.e. að bæta okkur allan skaða) og einnig stjórnendum, starfsfólki, samstarfsaðilum og þjónustuveitendum að því er varðar hvers konar kostnað, útlagt fé, tap, skaða, kröfur og skuldbindingar óháð því hvernig til slíks er stofnað í tengslum við notkun þína á síðunni eða spilun þína í leikjunum. Ef þú samþykkir það ekki ættir þú ekki að nota síðuna.

  20. Brot, sektir og lokun reiknings

  20.1 Ef okkur grunar að þú hafir brotið þessar reglur getum við neitað að opna reikning þinn eða frysta hann eða lokað honum. Við getum einnig haldið eftir fjármunum sem kunna að vera í reikningnum þínum (þ.m.t. innlagðir fjármunir) og gert upptæka fjármuni í reikningnum þínum til að bæta okkur tapað fé eða skaða sem við höfum orðið fyrir.

  20.2 Við eigum einnig rétt á því að frysta eða loka reikningnum þínum eða afturkalla öll veðmál ef:

  • Okkur grunar að þú eigir í ólöglegu eða sviksömu athæfi;
  • Þú átt í vanda gagnvart lánardrottnum eða annars konar vanda sem er skaðlegur starfsemi okkar.
  20.3 Okkar ákvörðun er endanleg.

  21. Tilkynningar um peningaþvætti

  21.1 Sem veitendur fjárhættuspilunar þurfum við að fara eftir lögunum gegn peningaþvætti og öllum tengdum reglugerðum. Við munum athuga allar færslur og tilkynna allar grunsamlegar færslur til viðkomandi yfirvalda á Möltu (eða á því landsvæði sem við á með tilliti til færslna þinna).

  21.2 Ef þú færð vitneskju um grunsamlegt athæfi í tengslum við einhverja leiki á síðunni ber þér að tilkynna okkur um það tafarlaust.

  21.3 Við getum fryst, hindrað aðgang að eða lokað reikningnum þínum og haldið eftir fjármunum í samræmi við lög gegn peningaþvætti.

  22. Hugverkaréttur

  22.1 Við erum eini eigandi vörumerkisins „Betsson” og nafnmerkisins „Betsson”. Öll óheimil notkun á „Betsson” vörumerkinu og „Betsson” nafnmerkinu getur haft í för með sér lögsókn.

  22.2 betsson.com er veffang okkar og ekki má nota það veffang á nokkurri annari vefsíðu eða öðru stafrænu tölvuumhverfi nema við veitum til þess skriflega heimild fyrst. Tengi sem vísa á vefsíðuna okkar og allar síðurnar sem þar er að finna má ekki setja á nokkra aðra vefsíðu nema við veitum fyrst skriflega heimild fyrir því.

  22.3 Við erum eigendur eða réttmætur leyfishafi réttinda til tækninnar, hugbúnaðarins og viðskiptakerfanna sem eru notuð á síðunni okkar.

  22.4 Um innihald og fyrirkomulag síðnanna á vefsíðunni gildir höfundarréttur © og gagnagrunnsréttur í nafni BML Group Limited. Öll réttindi áskilin. Höfundarréttarvarið efni á þessari síðu að meðtöldum öllum texta, myndefni, kóða, skrár og tengi sem tilheyrir okkur og síðunni má ekki afrita, senda eða geyma í heild sinni eða að hluta til án skriflegrar heimildar frá okkur. Skráning þín og notkun á síðunni veitir engin réttindi til hugverkanna sem er að finna á síðunni.

  22.5 Þú samþykkir að nota engin sjálfvirk eða handvirk tæki til að fylgjast með vefsíðum okkar eða innihaldi þeirra. Hvers konar óheimil notkun eða afritum kann að leiða til lögsóknar.

  23. Skil milli gildra og ógildra ákvæða

  Ef eitthvert ákvæði þessara reglna reynist ólöglegt eða óframkvæmanlegt skal slíkt ákvæði fjarlægt úr þessum reglum og öll önnur ákvæði skulu gilda áfram án þess að slík fjarlæging hafi áhrif á þau.

  24. Samningurinn í heild sinni og lögmæti

  24.1 Reglurnar eru allur samningurinn okkar á milli að því er varðar þessa síðu og nema um sé að ræða sviksamlegt athæfi hefur hann forgang fram yfir fyrri samskipti og tillögur sem við höfum átt í, hvort sem slíkt fór fram á rafrænu formi, munnlega eða skriflega.

  24.2 Prentað eintak af þessum reglum og öllum tilkynningum sem sendar eru með rafrænum hætti skal teljast gilt fyrir rétti eða í stjórnsýslulegri málsmeðferð.

  25. Framsal

  Okkur er heimilt að framselja eða yfirfæra þennan samning. Þér er ekki heimilt að framselja eða yfirfæra þennan samning.

  26. Ógjaldfærni

  Við geymum alla fjármuni viðskiptavina á sérstökum bankareikningi. Þér ber að skilja að þessir fjármunir eru ekki verndaðir gegn ógjaldfærni og því kannt þú að glata fjármunum þínum ef við verðum ógjaldfær.

  27. Gildandi lög, lögsaga og tungumál

  27.1 Maltnesk lög gilda um þessar reglur og aðilarnir samþykkja að vera undir lögsögu maltneskra dómstóla.

  27.2 Reglur þessar eru gefnar út á nokkrum tungumálum. Eingöngu enska útgáfan liggur að grunni sambandsins milli okkar en allar útgáfurnar endurspegla sömu meginreglur. Ensku útgáfuna má lesa með því að smella hér. Þýðing þeirra á önnur tungumál er þjónusta sem við látum í té í góðri trú og ef misræmi er milli ensku útgáfunnar og þýðingar skal enska útgáfan ráða úrslitum.

  28. VIP klúbbur Betsson – Verðlaunakerfi Betsson

  28.1 Þegar þú skráir þig inn á síðunni verður þú sjálfkrafa meðlimur í VIP klúbb Betsson. Þú vinnur þér inn punkta þegar þú spilar leiki á síðunni með raunverulegum fjármunum, nema þegar þú spilar póker frá Microgaming.

  28.2 Í hvert skipti sem þú spilar leikina á síðunni og leggur raunverulega fjármuni undir vinnur þú þér inn VIP punkta. Fjöldi punkta sem þú vinnur þér inn er breytilegur eftir leikjum. Smelltu hér til að sjá hversu marga VIP punkta þú færð fyrir að spila ólíka leiki.

  28.3 Besta leiðin til að vinna sér inn Betsson punkta er að spila á síðunni með raunverulegum fjármunum. VIP punktar eru umreiknaðir í Betsson punkta á grundvelli þess stigs sem þú hefur náð, þannig að því fleiri VIP punkta sem þú vinnur þér inn á mánuði því fleiri Betsson punktum safnar þú að þér.

  28.4 Í upphafi hvers mánaðar ákvörðum við hversu marga Betsson punkta þú átt og þú getur svo breytt þeim í reiðufé eins og þér hentar. Svo dæmi sé tekið þá verða allir punktar sem þú vinnur þér inn allan marsmánuð nothæfir 1. apríl.

  28.5 Samanlagður fjöldi Betsson punkta á einum almanaksmánuði ræður stigi þínu sem meðlimur næsta mánuðinn. Stigin sem meðlimir teljast til innan VIP kerfis Betsson eru brons, silfur og gull.

  28.6 Þegar þú ert á hærra stigi sem meðlimur því fleiri Betsson stig færð þú fyrir að spila. Stig meðlima eru eins og hér segir:

  28.6.1 Gull: 50 VIP punktar = Betsson punktar x 4. T.d. 100 VIP punktar = 400 Betsson punktar.
  28.6.2 Silfur: 15 VIP punktar = Betsson Points x 2. T.d. 100 VIP punktar = 200 Betsson punktar.
  28.6.3 Brons: 0 VIP punktar = Betsson Points x 1. T.d. 100 VIP punktar = 100 Betsson punktar.

  28.7 Stig þitt sem meðlimur er ákvarðað á fyrsta degi hvers mánaðar og gildir til síðasta dags þess sama mánaðar. Ef þú telst silfurmeðlimur þann 1. apríl á grundvelli spilamennsku þinnar í mars munt þú teljast silfurmeðlimur fram til síðasta dags aprílmánaðar.

  28.8 Betsson punktum er hægt að skipta fyrir raunverulega fjármuni í þeim gjaldmiðli sem þú valdir að spila með á síðunni. Eitt hundrað (100) punktar er lágmarksfjöldi punkta sem hægt er að skipta hverju sinni. Eitt hundrað (100) punktar jafngilda einni evru (€1).

  28.9 Þú getur skipt verðlaunapunktum fyrir reiðufé með því að fara í „Minn reikning” og velja „Staða í VIP klúbbi” og því næst „Skipta punktum. Þú slærð því næst inn þann fjölda verðlaunapunkta sem þú vilt breyta í reiðufé og velur „skipta. Punktarnir breytast þá í reiðufé sem bætist tafarlaust við reikninginn þinn.

  28.10 Punktar sem leystir eru út fyrir peninga bætast við reikninginn þinn. Þú getur svo notað peningana til að halda áfram að spila á síðunni okkar eða tekið út upphæðina í heild sinni.

  28.11 Úttekt á peningum sem fást með skiptum í VIP klúbb Betsson hefur í för með sér stöðluð færslugjöld sem ráðast af þeirri úttektaraðferð sem þú velur.

  28.12 Betsson punktar gilda í sex (6) mánuði eftir þann dag sem þeir verða aðgengilegir. Til dæmis verða punktarnir sem þú vinnur þér inn allan marsmánuð aðgengilegir til notkunar þann 1. apríl. Þessir punktar gilda þar til 30. september. Ef þú hefur ekki notað þá fyrir þann tíma rennur gildistími þeirra út og þú glatar þeim.

  28.13 Af og til eru kynningartilboð í boði á síðunni sem eingöngu spilarar á hærri stigum verðlaunakerfisins mega nýta sér.

  28.14 Punktarnir sem þú vinnur þér inn, hvort sem þeir eru VIP punktar eða Betsson punktar, tilheyra þér og þú mátt ekki framselja þá öðrum spilurum.

  28.15 Punktarnir eru uppfærðir á sólarhrings fresti.

  28.16 Allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi fjölda punkta sem áunnist hefur og punkta sem eru aðgengilegir er að finna á síðu „Míns reiknings”.

  28.17 Af hagkvæmnisástæðum eru allir punktar námundaðir að næsta tugastaf þegar þeir eru sýndir. Reikningurinn sem liggur þar að baki byggir alltaf á tveimur tugastöfum sem þýðir að greiðslur og stig byggja á útreikningi með tveimur tugastöfum.

  28.18 Betsson punktarnir þínir eru uppfærðir nærri því í rauntíma. Ef þú skiptir verðlaunapunktum í reiðufé kemur færslan strax fram í færslusögu þinni.

  28.19 Síðan hefur rétt á því að afturkalla eða breyta kynningunni hvenær sem er án fyrirvara.

  28.20 Betsson áskilur sér rétt til að breyta reglunum, þ.m.t. reglunum um Betsson verðlaunakerfið (VIP klúbb Betsson) hvenær sem er og það gildir einnig um breyturnar sem liggja að baki útreikningi punkta. Ef okkur grunar að þú ástundir ólöglegt eða sviksamt athæfi þegar þú notar verðlaunakerfið eða brjótir gegn skilmálum og skilyrðum síðunnar kunnum við að frysta eða loka reikningi þínum sem þú átt sem meðlimur og/eða tengdum reikningi, algjörlega að ákvörðun síðunnar.

  29. Viðauki

  Reglur um leiki

  Reglurnar í þessum kafla gilda um tiltekna leiki. Við notum stundum leiki frá öðrum fyrirtækjum og þau fara fram á að við gerum reglur þeirra að hluta af okkar eigin reglum. Sumar reglur eiga bara við um tiltekinn leik og þú þarft aðeins að þekkja þær reglur ef þú spilar þann leik. Allar þessar reglur er að finna í þessum kafla. Með því að spila einhvern af þessum leikjum telst þú samþykkja þessar leikreglur.

  1.1 Net Ent spilavítisreglur
  Spilavítið okkar er rekið af BML Group Ltd. og lýtur eftirliti MGA í samræmi við reglugerðir um fjarspilun (LN176/2004) sem er starfrækt undir leyfi MGA/CL1/183/2004. Spilavítið okkar er knúið af Net Entertainment. Við erum ekki ábyrg fyrir vanda sem þú átt í að því er varðar spilun leikja þar sem Net Entertainment ber samkvæmt sínu eigin fjárhættuspilaleyfi og maltneskum lögum alla ábyrgð varðandi spilun leikja.

  Hvers kyns spilun leikja, hvort sem er fyrir raunverulegt fé eða í æfingaskyni, í Universal Monsters spilakössunum (t.d. Frankenstein og Scarface) má ekki fara fram frá landsvæðum sem eru utan við eftirfarandi lögsögur og allar færslur í tengslum við slíka ólöglega spilun verða ógiltar: Albaníu, Andorra, Armeníu, Aserbaídsjan, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Brasilíu, Bretland, Búlgaríu, Danmörku, Eistland, Finnland, Georgíu, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland, Írland, Ísland, Ísrael, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Makedóníu, Moldóvu, Mónakó, Möltu, Noreg, Portúgal, Pólland, Rúmeníu, Rússland, San Marínó, Serbíu, Slóvakíu, Slóveníu, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraínu og Þýskaland. Bandaríkin og hjálendur, herstöðvar, yfirráðasvæði og önnur landsvæði þeirra eru sérstaklega undanskilin frá leyfilega svæðinu.

  Hér er hægt að lesa reglur og notkunarskilyrði spilavítisins í heild sinni.

  1.2 Póker

  1.2.1 Microgaming pókerleikir
  BML Group Ltd. starfrækir Poker by Microgaming á netpókertölvukerfinu Microgaming sem Prima Poker Ltd. lætur í té með leyfi frá MGA á Möltu. Spilarar frá eftirfarandi löndum mega ekki spila í Poker by Microgaming vegna hafta frá verkvanginum: Afganistan, Algeríu, Angóla, Barein, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Erítreu, Eþíópíu, Frakklandi, Hong Kong, Indónesíu, Írak, Íran, Ítalíu, Jemen, Jórdaníu, Katar, Kína, Kúbu, Kúveit, Líbýu, Malasíu, Marokkó, Máritaníu, Máritíus, Norfolkeyju, Norður-Kóreu, Óman, Pakistan, Rúanda, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu, Sómalíu, Spáni, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi, Túnis, Tyrklandi og einnig Bandaríkjum Norður-Ameríku og hjálendum þeirra, herstöðvum og yfirráðasvæðum að meðtöldum en ekki eingöngu Bandaríska Samóa, Gvam, Marshalleyjum, Norður-Maríanaeyjum, Púertó Ríkó og Jómfrúaeyjunum.

  a. Óheimil notkun pókerreiknings

  I. Engin pókerspilaforrit/gervigreind
  Þú mátt ekki nota spilaforrit eða gervigreind, hvort sem slíkt er keypt á almennum markaði eða þitt eigið verk, þegar þú spilar póker á síðunni. Spilaforrit eru hugbúnaðarforrit eða önnur tæki sem trufla leikjaforritið til að spila póker og þurfu litla eða enga aðkomu mannvera. Spilaforrit geta notað reglur eða gervigreind til að taka ákvarðanir varðandi spilamennsku. Við munum leita að slíkum hugbúnaði í tölvu spilarans með hans leyfi. Slíkt leyfi hefur einnig í för með sér að spilarinn lofar að trufla ekki leitarbúnaðinn. Þetta ákvæði gildir óháð því hvort spilaforritið er í raun notað í tengslum við leikina okkar eða á annan hátt.

  II. Enginn óheimill hugbúnaður
  Einnig er óheimilt að nota aðrar gerðir hugbúnaðar, þ.m.t. en ekki eingöngu hugbúnað sem:

  • Veitir þér einhvers konar ósanngjarnt forskot;
  • Veitir spilurum upplýsingar um spil á grúfu eða auðveldar spilurum að hafa samráð sín á milli eða svindla á einhvern annan hátt;
  • Gerir spilurum kleift að samnýta gagnagrunn yfir spil sem spilarar hafa haft á hendi eða greiningar á spilurum;
  • Dregur úr eða gerir að engu þörfina á því að manneskja taki ákvarðanir (til dæmis tæki sem valda því að pakkað er sjálfkrafa ef tiltekin spil eru á hendi í upphafi);
  • Er hannaður til að leita mynstra (t.d. afla upplýsinga um spil á hendi eða lýsinga á spilurum frá viðskiptaaðila í spilinu umfram það sem spilari hefur sjálfur tekið eftir við eigin spilun) í hvaða tilgangi sem er og hvort sem er til persónulegra afnota eða í viðskiptalegum tilgangi. Þetta á einnig við um gögn sem aflað er við leit að mynstrum hvort sem spilarinn sjálfur eða einhver annar aflaði gagnanna. Ennfremur er þér óheimilt að deila upplýsingum sem aflað var á lögmætan hátt með öðrum spilurum;
  • Lætur í té ráðleggingar í rauntíma varðandi hvað skuli gera þegar spilað er (þ.m.t. upplýsinga- og eftirlitseiningar til greiningar);
  • Ætlaður er til að hindra virkni einhvers búnaðar okkar til greiningar á sviksemi og svindli.
  III. Ekkert samráð
  Spilurum er óheimilt að spila sem teymi, hvort sem skýrt samþykki fyrir slíku liggur fyrir eður ei, þannig að aðrir spilarar í leiknum bíði raunverulega eða hugsanlega skaða af. Þér ber að

  • Spila alltaf með þína eigin bestu hagsmuni í huga;
  • Eiga ekki í samstarfi við aðra spilara til að öðlast forskot;
  • Hygla ekki vinum þínum – þ.e. þér ber að spila gegn vinum þínum með sömu tækni og aðferðum sem þú beitir gegn fólki sem þú þekkir ekki;
  • Losa ekki spilapeninga – þ.e. ekki tapa viljandi eða hafa áhrif á útkomu spilunar til að flytja fjármuni til annars spilara;
  • Deila ekki upplýsingum um spil á hendi með öðrum spilara;
  • Spila ekki í leik þar sem eigin fjármunir eru notaðir eða á mótum með tilteknum fjölda spilara sem einhver annar spilari tekur þátt í sem þú átt fjárhagslegum hagsmuna að gæta gagnvart - þ.e. ekki spila í sömu leikjum og einhver sem þú hefur gert samkomulag við varðandi veðmál, skipti, ágóðadeilingu eða fjármögnun;
  • Hvetja ekki nokkurn annan spilara til samráðs.
  IV. Ekki deila reikningum
  Spilarar mega ekki undir nokkrum kringumstæðum deila reikningnum sínum með öðrum aðila þar sem slíkt myndi jafngilda því að halda úti mörgum reikningum. Þannig er öllum spilurum bannað að öðlast forskot með því að deila reikningum til að fela spilaaðferð sína eða með því að færa öðrum spilara sigur á mótum í miðjum klíðum. Því má spilari ekki nota aðra reikninga en sinn eigin til að halda skilríkjum sínum (spilaranafni, aðgangsorði og öðrum upplýsingum sem notaðar eru til að komast inn í reikning spilarans) leyndum og ekki birta þau nokkrum öðrum aðila.

  V. Ekki spila á vegum annarra
  Það er stranglega bannað að spila póker á mála hjá öðrum aðila, hugsanlega með því fyrirkomulagi að slíkur aðili láti þér í té fjármagn til að spila með eða spila eftir aðferð sem mótuð er af þeim aðila. Slíkt telst vinnuþrælkun „mannlegra spilaforrita” og er óheimilt af sömu ástæðum.

  VI. Ekki nýta smugur í reglunum
  Það er með öllu óheimilt er að reyna á nokkurn hátt að verða sér úti um ósanngjarnt forskot fram yfir aðra spilara hvort sem það sérstaklega bannað samkvæmt reglunum eða ekki. Hvers konar hegðun sem ætluð er til að útvega spilara ósanngjarnt forskot og sem kann að vera leyfileg samkvæmt þröngri túlkun á reglunum vegna smugu eða óætlaðra einkenna hugbúnaðar er engu að síður óheimil.

  VII. Enga spilafíkla
  Aðilum sem eiga við spilafíkn að stríða er óheimilt að sækja um reikning eða spila undir nokkrum kringumstæðum. Ef spilari kemst að því að hann eigi við spilafíkn að stríða ber honum að tilkynna okkur það og hætta tafarlaust að spila.

  VIII. Hægt er að læsa/loka reikningi spilara fyrirfaralaust
  Okkur er heimilt að læsa og/eða loka reikningi spilara til frambúðar að eigin ákvörðun og án fyrirvara. Slíkt er gert í því markmiði að koma í veg fyrir að fjármunir sem aflað hefur verið með sviksömum hætti séu teknir út og til að sinna rannsóknum og af einhverri annarri ástæðu sem við teljum réttmæta.

  IX. Hægt er að gera fjármuni í reikningi spilara upptæka
  Ef brotið er gegn pókerreglum eða reglum okkar á einhvern hátt áskiljum við okkur rétt til að gera upptæka alla fjármuni í reikningi spilarans, þ.m.t. innlagða fjármuni og til að afturkalla allar úttektir sem kann að standa til að framkvæma. Til slíkra brota telst m.a. að komast yfir fjármuni með sviksömum hætti, svindl og óheiðarleg spilamennska.

  Hér er hægt að lesa reglurnar og notkunarskilyrðin sem gilda um Poker by Microgaming í heild sinni.

  1.3 Sports book
  Leyfisnúmer eru fáanleg samkvæmt ákvæði 4.

  Hér er hægt að lesa reglurnar og notkunarskilyrðin sem gilda um Sportsbook í heild sinni.

  1.4 Skafmiðar
  Leyfisnúmer eru fáanleg samkvæmt ákvæði 4.

  Hér er hægt að lesa reglurnar og notkunarskilyrðin sem gilda um skafmiða í heild sinni.

  1.5 Bingó
  Leyfisnúmer eru fáanleg samkvæmt ákvæði 4.

  Hér er hægt að lesa reglurnar og notkunarskilyrðin sem gilda um bingó í heild sinni.

  1.6 Live Dealer Games
  Evolution Gaming starfrækir Live Dealer Games með leyfi sem Evolution Gaming hefur frá lögsögu Alderneyjar 010 frá 2. mars 2007. Með þátttöku í einhverjum leikjum Live Dealer Games á vefsíðunni samþykkir þú að þú munir sæta eftirliti og fara eftir leyfisreglum Alderneyjar. Við stjórnum ekki eða starfrækjum leiki Live Dealer Games og því eru þeir ekki í boði með okkar leyfum. Okkur er heimilt að kynna og markaðssetja Live Dealer Games sem starfrækt er af Evolution Gaming til að bjóða þér aðgang að leikjum þeirra og gera þér kleift að flytja fjármuni til eða frá reikningi þínum til eða frá Live Dealer Games. Evolution Gaming er eini ábyrgi aðilinn fyrir því að gæta sanngirni í leikjum Live Dealer Games. Við berum ekki ábyrgð á hvers konar spilunarfærslu í tengslum við þátttöku í leikjum Live Dealer Games. FYI, Evolution Gaming sendir út atburði í rauntíma frá Lettlandi.

  Hér er hægt að lesa reglurnar og notkunarskilyrðin sem gilda um hvern leik fyrir sig í Live Dealer Games í heild sinni.

  1.7 Aðrir leikir
  Leyfisnúmer eru fáanleg samkvæmt ákvæði 4.

  Hér er hægt að lesa reglurnar og notkunarskilyrðin sem gilda um leiki í heild sinni.